Orkumótið

24.jún.2016  15:55

Byrjað var að spila á fimmtudaginn á Orkumótinu og verða tæpla 600 leikir spilaðir í Eyjum frá fimmtudegi fram á laugardagskvöld. Á mótinu eru 108 lið að keppa.

Strákarnir eru félögum sínum til sóma og hefur mótið gengið vel fyrir sig. Í gærkvöldi var kvöldvaka upp í Íþróttahúsi og einnig var spilaðir leikir á milli landsliðs og pressuliða mótsins.

Ekki er hægt að standa undir svona stóru móti nema með því að allt samfélagið taki þátt. Undanfarna daga hefur Erlingur Richardsson þjálfari  Füchse Berín verið að skammta strákunum mat en Einar Björn Árnason matreiðslumeistari er fjarri góðu gamni í ár þar sem hann er að að hugsa um strákana í íslenska landsliðinu út í Frakklandi en fyrirtæki hans sér um matinn á mótinu.