Handbolti - Fjórar frá ÍBV í U 15 ára landsliðið

03.apr.2017  17:55

Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson hafa valið 27 stúlkur til æfinga 10. - 12. apríl.

ÍBV á fjóra fulltrúa í þessum hóp. Það eru þær: Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Mía Rán Guðmundsdóttir.

Við erum ótrúlega stolt af þessum flottu fulltrúum okkar frá ÍBV og óskum þeim innilega til hamingju með valið.

Áfram ÍBV