22. apríl 2015

Íslandsmeistarar árgangur 2002

 5. flokkur kvenna yngri urðu sigurvegarar í túrneringu hér í Eyjum um síðastliðna helgi og eru Íslandsmeistarar í sínum flokki, þær hafa verið í algerum sérflokki þessar stelpur undanfarin ár og eru vel að titlinum komnar, til hamingju stelpur og þjálfarar.

Stelpurnar unnu allar túrneringarnar í vetur í sínum flokki og enduðu þær með 148 mörk í plús. Þessar stelpur urðu líka íslandsmeistarar í sínum flokki í fyrra.
Meira >

22. apríl 2015

Styttist í lok handboltavertíðar Mfl.kv. og yngri flokkar enn í baráttunni

 4. flokkur kvenna sigraði Selfoss í 8 liða úrslitum í gær (21.4.) með 20 mörkum gegn 15. Þær halda því norður og keppa við Akureyri á morgun (23.4.) um hvort liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn sem fram fer 1. maí. Strákarnir í 3. flokki  mæta HK í Eyjum á morgun (23.4.) hér í íþróttamiðstöðinni og er það einnig barátta um að komast í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þann 1. maí leikurinn fer fram klukkan 13:30. Unglingaflokkur kvenna er einnig í baráttunni og leika þær gegn Fylki sunnudaginn 26.4. klukkan 13:00. Þar er úrslitaleikurinn einnig í húfi.
Meistaraflokkur kvenna hefur svo leik í undanúrslitum gegn Gróttu sumardaginn fyrsta í Reykjavík og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að hvetja stelpurnar til dáða en leikurinn hefst kl. 17:00.
Meira >

25. mars 2015

Felix Örn á leið til Hollands.

Knattspyrnukappinn Felix Örn Friðriksson er á leið til Hollands í boði AZ Alkmar í gegnum umboðsskrifstofuna Total Football.  Felix Örn fer ásamt tveimur öðrum leikmönnum en annar þeirra er Guðmundur Andri sonur Tryggva Guðmundssonar.  Peyjarnir fara til Hollands á sunnudag og munu dvelja þar í 10 daga.  Þeir munu æfa 2x á dag flesta daga ásamt því að leika æfingaleik með liðinu.  Einnig munu þeir fá að berja augum aðallið félagsins sem leikur í Hollensku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 4.sæti.  Með liðinu leikur Íslendingurinn Aron Jóhannsson.
ÍBV óskar Felix Erni til hamingju með þennan frábæra árangur.
 
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir