02. október 2014

Lokahóf 3. flokks

Á þriðjudaginn hélt unglingaráð lokahóf 3. flokks í Týsheimilinu þar sem boðið var upp á kjúklingaborgara og súkkulaðiköku í eftirrétt. Þjálfarar flokkanna þau Bryndís Jóhannesdóttir og Eysteinn Húni Hauksson fóru yfir árangur sumarsins og veittu þau viðurkenningar.
Þessir krakkar fengu viðurkenningar:
Efnilegust: Gígja Sunneva Bjarnadóttir og Friðrik Hólm Jónsson
Mestu framfarir: Bríet Stefánsdóttir og Benoný Magnússon
ÍBV-ari: Margrét Íris Einarsdóttir og Elvar Franz Birgisson
Best: Inga Hanna Bergsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Meira >

01. október 2014

Undirskrift við þjálfara

Í síðustu viku var skrifað undir samninga við 11 þjálfara sem munu sjá um yngri flokka þjálfun hjá okkur á komandi tímabili. Þjálfarateymi félagsins er mjög öflugt og margir hverjir með góða menntun eða margra ára reynslu af þjálfun. Við leggjum mikinn metnað í að ráða til okkar hæfa og öfluga þjálfara og vonandi munu þeir vera farsælir í starfi hjá félaginu.
 
Meira >

25. september 2014

Fimm frá ÍBV á æfingar hjá KSI.

Þorlákur Árnason hefur valið fjóra drengi frá ÍBV í verkefnið hæfileikamótun KSÍ.
Þetta eru þeir Birkir Snær Alfreðsson, Guðlaugaur Guðmundsson, Daníel Már Sigmarsson og Grétar Þorgils Grétarsson en Grétar var um síðustu helgi valin í markmannsskóla KSÍ sem fram fór á Akranesi.
Þá er Sigurður Grétar Benónýsson valin til úrtaksæfinga með U-19 ára landsliðinu en um er að ræða 26 manna úrtakshóp sem æfir saman í Kópavogi um næstu helgi.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir