03. nóvember 2014

Æfingar í fótbolta byrja á morgun

Þriðjudaginn 4. nóvember byrjar fótboltinn á fullu og verður unnið eftir örlítið breyttri stundatöflu sem er hægt að nálgast hér. Hér á síðunni er líka hægt að nálgast upplýsingar um hvaða þjálfarar verða að þjálfa hjá okkur í vetur. Á morgun byrjar líka tilraunaverkefnið okkar með Íþróttaskóla ÍBV íþróttafélags en þá verða sameiginlegar æfingar hjá handbolta og fótbolta í 1. og 2. bekk. Æft verður í Íþróttahúsinu á þriðjudögum og fimmtudögum en í Eimskipshöllinni mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Á hverri æfingu verða 5 til 6 þjálfarar frá félaginu ásamt nokkrum nemendur úr GRV sem eru aðstoðarþjálfarar á þessum æfingum.
Meira >

02. október 2014

Lokahóf 3. flokks

Á þriðjudaginn hélt unglingaráð lokahóf 3. flokks í Týsheimilinu þar sem boðið var upp á kjúklingaborgara og súkkulaðiköku í eftirrétt. Þjálfarar flokkanna þau Bryndís Jóhannesdóttir og Eysteinn Húni Hauksson fóru yfir árangur sumarsins og veittu þau viðurkenningar.
Þessir krakkar fengu viðurkenningar:
Efnilegust: Gígja Sunneva Bjarnadóttir og Friðrik Hólm Jónsson
Mestu framfarir: Bríet Stefánsdóttir og Benoný Magnússon
ÍBV-ari: Margrét Íris Einarsdóttir og Elvar Franz Birgisson
Best: Inga Hanna Bergsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir