25. september 2014

Fimm frá ÍBV á æfingar hjá KSI.

Þorlákur Árnason hefur valið fjóra drengi frá ÍBV í verkefnið hæfileikamótun KSÍ.
Þetta eru þeir Birkir Snær Alfreðsson, Guðlaugaur Guðmundsson, Daníel Már Sigmarsson og Grétar Þorgils Grétarsson en Grétar var um síðustu helgi valin í markmannsskóla KSÍ sem fram fór á Akranesi.
Þá er Sigurður Grétar Benónýsson valin til úrtaksæfinga með U-19 ára landsliðinu en um er að ræða 26 manna úrtakshóp sem æfir saman í Kópavogi um næstu helgi.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum til hamingju með þennan árangur.
Meira >

08. september 2014

3. flokkur sigraði C-deildina unnu Fram í úrslitaleik 2-0. Leika í undanúrslitum Íslandsmótsins

 3. flokkur karla sigraði í gær lið Fram 2-0 en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn.
Með þessum sigri tryggðu þeir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og leika þar gegn liði KR.
En þeir mæta KR einnig í undanúrslitum bikarkeppni 3. flokks. Bikarleikurinn fer fram næsta laugardag í Reykjavík og áætlað er að undanúrslitin í Íslandsmótinu fari fram fimmtudaginn 18. september.
Meira >

05. september 2014

3. flokkur karla vann sig upp um deild unnu BÍ/Bolungarvík 5-1 og tryggðu sæti í B-deild að ári

 3. flokkur karla lék í undanúrslitum C-deildar í kvöld. Þar mættu þeir liði BÍ-Bolungarvíkur og unnu öruggan sigur 5-1 en leikurinn fór fram í Úlfarsárdal, heimavelli Fram í Reykjavík. Með þessu tryggðu strákarnir 3. flokki sæti í B-deild á næsta ári. Þeir munu síðan mæta liði Fram sem vann Gróttu eftir vítaspyrnukeppni í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Leikur ÍBV gegn Fram fer fram á sunnudaginn kl:16:00 á (Hvolsvelli/Þorlákshafnarvelli) og mun sigurvegari þeirrar viðureignar komast í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Uppfært! Nú segir á síðu KSÍ að leikurinn verði á Þorlákshafnarvelli.
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir