25. febrúar 2015

Æfingar í dag 25. febrúar

 Við viljum vekja athygli á því að þjálfarar mæta í dag og verða æfingar í yngri flokkum. En það er undir foreldrum komið hvort börn mæti eða ekki, allavega alls ekki senda yngri börn ein út í þetta veður og þessa ófærð..
Meira >

19. janúar 2015

Tvær frá ÍBV í U-17 hjá HSÍ.

Valinn hefur verið æfingahópur U-17 ára landsliðs kvenna í handbolta sem mun keppa fyrir Íslands hönd í undankeppni EM sem haldin verður í Færeyjum 13.-15.mars.

Þær Ásta Björt Júlíusdóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir voru valdar frá ÍBV.

Þjálfarar liðsins eru þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggóson sem þjálfar kvennalið okkar.

Fyrsta æfing liðsins verður 9.mars.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.

Meira >

12. janúar 2015

Þrír á æfingar hjá KSÍ.

Í dag voru valdir úrtakshópar hjá U-16 og U-17 hjá KSÍ.
Freyr Sverrisson þjálfari U-16 ára landsliðsins í knattspyrnu valdi þá Birki Snæ Alfreðsson og Grétar Þorgils Grétarsson til æfinga með U-16 ára liðinu.
Þá valdi Halldór Björnsson þjálfari  U-17 ára landsliðsins Felix Örn Friðriksson til æfinga með U-17 ára liðinu.
Æfingarnar fara fram í Reykjavík helgina 17-18.janúar.
IBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir