28. ágúst 2014

Íslandsmeistarar 6. flokkur kvenna tryggði sér Íslandsmeistaratitil í fótbolta í dag

6. flokkur kvenna tryggði sér í dag 28. ágúst 2014 Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu. Stelpurnar gerðu þetta með glæsibrag, sigruðu fyrr í sumar sinn riðil með fullu húsi stiga og úrslitariðilinn sigruðu þær einnig með fullu húsi, höfðu svo mikla yfirburði að þær voru eina liðið sem kom út með plúsmarkatölu. Árangurinn í úrslitakeppninni má sjá hér á síðu KSÍ http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=33123 ÍBV íþróttafélag er stolt af stelpunum og þjálfurum og óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn glæsta.
Meira >

08. maí 2014

4. flokkur kvenna íslandsmeistarar í handbolta

Stelpurnar í 4 fl kvenna yngri ári hafa heldur betur verið að spila vel í vetur um síðustu helgi tryggðu þær sér Íslandsmeistarititilinn, en fyrr í vetur urðu þær bikarmeistarar, sem sagt tvöfaldir meistarar árið 2014.

Fyrirkomulagið í Íslandsmótinu er þannig að eftir að deildarkeppni lýkur tekur við úrslitakeppni, stelpurnar lentu í 2 sæti í deildinni og spiluðu því við Selfoss sem var efst í 2 deild, sá leikur vannst nokkuð örugglega 23-17, næst fengur stelpurnar H.K. í heimsókn og unnu þann leik 26-21, og þá var komið að úrslitaleiknum en leikirnir voru spilaði í Austurbergi  en þar fóru fram allir úrslitaleikir í öllum yngri flokkum.

Meira >

18. mars 2014

Frábær árangur hjá Elísu og stúlkunum hennar.

Um helgina var fjórða mótið hjá 6. flokki kvenna eldra ári. ÍBV sendi eitt lið til keppni að þessu sinni. Stelpunum gekk mjög vel og unnu alla sína leiki. Í vetur hefur þetta lið alltaf spilað í 1. deild og alltaf unnið. Þannig að með þessum sigri náðu stelpurnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að ennþá sé eitt mót eftir. Stelpurnar unnu flesta leikina nokkuð örugglega og hafa haft nokkra yfirburði í vetur. Þetta eru duglegar og kraftmiklar stelpur sem eru miklir íþróttamenn. 
 
ÍBV óskar Elísu og stúlkunum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir