08. september 2014

3. flokkur sigraði C-deildina unnu Fram í úrslitaleik 2-0. Leika í undanúrslitum Íslandsmótsins

 3. flokkur karla sigraði í gær lið Fram 2-0 en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn.
Með þessum sigri tryggðu þeir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins og leika þar gegn liði KR.
En þeir mæta KR einnig í undanúrslitum bikarkeppni 3. flokks. Bikarleikurinn fer fram næsta laugardag í Reykjavík og áætlað er að undanúrslitin í Íslandsmótinu fari fram fimmtudaginn 18. september.
Meira >

05. september 2014

3. flokkur karla vann sig upp um deild unnu BÍ/Bolungarvík 5-1 og tryggðu sæti í B-deild að ári

 3. flokkur karla lék í undanúrslitum C-deildar í kvöld. Þar mættu þeir liði BÍ-Bolungarvíkur og unnu öruggan sigur 5-1 en leikurinn fór fram í Úlfarsárdal, heimavelli Fram í Reykjavík. Með þessu tryggðu strákarnir 3. flokki sæti í B-deild á næsta ári. Þeir munu síðan mæta liði Fram sem vann Gróttu eftir vítaspyrnukeppni í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum. Leikur ÍBV gegn Fram fer fram á sunnudaginn kl:16:00 á (Hvolsvelli/Þorlákshafnarvelli) og mun sigurvegari þeirrar viðureignar komast í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Uppfært! Nú segir á síðu KSÍ að leikurinn verði á Þorlákshafnarvelli.
Meira >

03. september 2014

Æfingatafla fótboltans fyrir veturinn Tekur gildi 3. september 2014

 Þá er æfingatafla vetrarins fyrir fótboltann klár.
Æfingatölfuna má einnig nálgast undir yngri flokkar æfingatöflur.
Árgangur 2000 æfir áfram með 4. flokki á meðan 3. flokkur klárar sín verkefni, en þeir eru í úrslitakeppni C-riðils og í undanúrslitum bikarkeppninnnar. Þetta á að sjálfsögðu við þá sem eru að ganga uppúr 3. flokki núna þeir klára verkefni sumarsins og færa sig síðan uppí 2. flokk. Nýjasta uppfærsla 12.09.2014 (8.flokkur)
 
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir