25. mars 2015

Felix Örn á leið til Hollands.

Knattspyrnukappinn Felix Örn Friðriksson er á leið til Hollands í boði AZ Alkmar í gegnum umboðsskrifstofuna Total Football.  Felix Örn fer ásamt tveimur öðrum leikmönnum en annar þeirra er Guðmundur Andri sonur Tryggva Guðmundssonar.  Peyjarnir fara til Hollands á sunnudag og munu dvelja þar í 10 daga.  Þeir munu æfa 2x á dag flesta daga ásamt því að leika æfingaleik með liðinu.  Einnig munu þeir fá að berja augum aðallið félagsins sem leikur í Hollensku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 4.sæti.  Með liðinu leikur Íslendingurinn Aron Jóhannsson.
ÍBV óskar Felix Erni til hamingju með þennan frábæra árangur.
 
Meira >

24. mars 2015

Felix á æfingar hjá KSÍ

Felix Örn Friðriksson var í dag valin  ásamt 25 öðrum leikmönnum til æfinga með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll um næstu helgi.
Þjálfarar liðsins eru þeir Halldór Björnsson og Freyr Sverrisson.
ÍBV óskar Felix Erni innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >

24. mars 2015

Páll á æfingar hjá HSÍ

Páll Eiríksson markvörður 5.flokks  var í dag valin  ásamt 30 öðrum drengjum til æfinga með U-15 ára landsliði Íslands í handbolta. Æfingarnar fara fram í vikunni fyrir Páska í Garðabæ.
Þjálfarar liðsins eru Heimir Ríkharðsson og Magnús Kári Jónsson.
ÍBV óskar Palla innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir