18. mars 2014

Frábær árangur hjá Elísu og stúlkunum hennar.

Um helgina var fjórða mótið hjá 6. flokki kvenna eldra ári. ÍBV sendi eitt lið til keppni að þessu sinni. Stelpunum gekk mjög vel og unnu alla sína leiki. Í vetur hefur þetta lið alltaf spilað í 1. deild og alltaf unnið. Þannig að með þessum sigri náðu stelpurnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að ennþá sé eitt mót eftir. Stelpurnar unnu flesta leikina nokkuð örugglega og hafa haft nokkra yfirburði í vetur. Þetta eru duglegar og kraftmiklar stelpur sem eru miklir íþróttamenn. 
 
ÍBV óskar Elísu og stúlkunum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >

28. febrúar 2014

Æfingamót hjá Landsliði U-16 í handbolta í Póllandi ÍBV á 4 fulltrúa

Nú í vikunni var 18 leikmanna hópur í U-16 valinn til að fara fyrir hönd Íslands á æfingamót í Póllandi dagana 4. - 6. apríl. ÍBV á þar 4 fulltrúa þá Andra Ísak Sigfússon, Darra Viktor Gylfason, Friðrik Hólm Jónsson og Loga Snædal Jónsson. Liðið mun koma við í Berlín í Þýskalandi á leiðinni heim og mun þar etja kappi við unglingalið Fuschse Berlin í tveimur leikjum en Dagur Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari aðalliðs Fusche Berlin og hafði hann milligöngu um þá leiki. ÍBV íþróttafélag óskar strákunum til hamingjum með valið og óskar þeim góðs gengis.
Meira >

03. desember 2013

DV skrifar skemmtilega grein um Shellmótið

Í DV í dag (3.12.2013) er að finna skemmtilega grein um Shellmótið í eyjum og marga knattspyrnumenn sem hafa slegið í gegn, eftir að hafa vakið athygli á Shellmótinu í eyjum fyrst.
Meira >
Eldri fréttir
Eldri fréttir