Fótbolti - Karlalið ÍBV í fótbolta komið í 8 liða úrslit í bikar

30.maí.2019  16:43

Miðvikudaginn 29. maí fengum við Fjölnismenn í heimsókn í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn endaði vel fyrir okkar menn 2-0 með mörkum frá þeim Jonathan Franks og Jonathan Glenn. Stjarnan og Fjölnir þegar lagðir af velli í bikarnum þetta árið og spennandi að sjá hverja við fáum í 8 liða úrslitum.