Fótbolti - Sumarlok 2018

02.okt.2018  09:24

Sumarlok félagsins voru haldin sl. laugardag eftir flott sumar þar sem meistaraflokkarnir okkar enduðu báðir um miðja deild. Veittar voru viðurkenningar til elstu flokka félagsins og nokkrir starfsmenn heiðraðir.

 

Meistaraflokkur kvenna:

Besti leikmaðurinn - Cloe Lacasse

Mikilvægasti leikmaðurinn - Adrienne Jordan

Markahæsti leikmaðurinn - Cloe Lacasse

Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn - Clara Sigurðardóttir

 

Meistaraflokkur karla:

Besti leikmaðurinn - David Atkinsson

Mikilvægasti leikmaðurinn - Halldór Páll Geirsson

Markahæsti leikmaðurinn - Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn - Sigurður Arnar Magnússon

 

2. flokkur kvenna:

Besti leikmaðurinn - Birgitta Sól Vilbergsdóttir

 

2. flokkur karla:

Besti leikmaðurinn - Eyþór Daði Kjartansson

ÍBV - ari - Guðlaugur Gísli Guðmundsson

Markahæsti leikmaðurinn - Daníel Már Sigmarsson

Mestu framfarir - Daníel Scheving

 

Ian Jeffs, Kristján Guðmundsson og Jón Ólafur Daníelsson létu af störfum sem þjálfarar meistaraflokka ÍBV.

Sunna Sigurjónsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla.

Páll Almarsson lætur af störfum sem formaður knattspyrnudeildar karla.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var heiðraður en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæstan fótboltaferil.

 

ÍBV íþróttafélag þakkar ofangreindum fyrir mikil og óeigingjörn störf fyrir félagið okkar og óskar þeim velfarnaðar í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur.