Handbolti - Theódór Sigurbjörnsson orðin markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi!

11.des.2017  16:35

Theódór Sigurbjörnsson orðin markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi!

Það má segja að það gangi mikið á hjá Tedda okkar þessa dagana. Á laugardaginn eignuðust þau skötuhjú, Teddi og Linda, sitt fyrsta barn. Myndarpeyji sem hafði látið bíða eftir sér í nokkra daga.

Eftir fæðingu var að sjálfsögðu haldið heim til Eyja þar sem Teddi spilaði gegn Haukum í gær. Þar gerði hann sér lítið fyrir og skoraði 6 mörk. Síðasta mark hans í gær var þó heldur betur sögulegt. Þetta var mark hans númer 1031 fyrir félagið sem gerir hann að markahæsta leikmanni ÍBV frá upphafi. En hann tók framúr þjálfara sínum Sigurði Bragasyni með þessum mörkum. 
Það sem er ekki síður merkilegt er að hann hefur skorað þessi mörk í 183 leikjum sem gera 5,6 mörk að meðaltali í leik.

Ferill Tedda með ÍBV

2010-2011 16 leikir 37 mörk. Fyrsti leikur var gegn Selfossi og fyrsta mark gegn Stjörnunni.
2011-2012 19 leikir 55 mörk
2012-2013 21 leikir 95 mörk
2013-2014 30 leikir 144 mörk Íslandsmeistari með liðinu
2014-2015 29 leikir 172 mörk bikarmeistari með liðinu, kjörin íþróttamaður Vestmannaeyja
2015-2016 29 leikir 212 mörk
2016-2017 29 leikir 249 mörk Kjörin besti leikmarður Íslandsmótsins
2017-2018 10 leikir 67 mörk

Markahæstu leikmenn ÍBV
1 Theódór Sigurbjörnsson 1031
2 Siggi Braga 1030
3 Zoltán Belány 929
4 Grétar Þór 882
5 Svavar Vignis 784
6 Guffi Kristmanns 577
7 Andri Heimir 460
8 Leifur Jóh 448
9 Erlingur Rikka 425
10 Siggi Ari 413

Við óskum þessum sanna Eyjamanni og ÍBV-ara til lukku með allt saman.