Rútuferðir á laugardaginn - frítt í Herjólf

05.sep.2017  10:53

Það er stór dagur í hjá meistaraflokkunum okkar í knattspyrnu nk. laugardag, þegar strákarnir mæta KR á KR-velli kl. 14:00 og stelpurnar mæta Stjörnunni á Laugardalsvelli kl. 17:00 í úrslitaleik Borgunarbikarsins, af því tilefni bjóðum við uppá rútuferðir og Herjólfur býður þeim sem hafa tryggt sér miða á bikarleikinn frítt í 11:00 og 22:00 ferðirnar.

Miðasala á bikarleikinn hjá stelpunum, Stjarnan - ÍBV fer fram á midi.is

Miðasala á leikinn hjá strákunum, KR - ÍBV fer fram á KR-velli

Herjólfur býður frítt í 11:00 frá VEY og 22:00 frá LAN ferðirnar gegn framvísun miða á bikarleikinn.

Rútuferðir verða með þessum Herjólfsferðum, miðaverð er 3.500 kr. og eru miðarnir seldir í Nostru.

Rúturnar fara frá Landeyjahöfn á KR- völlinn, eftir leikinn hjá strákunum verður brunað á Laugardalsvöll og þegar stelpurnar hafa klárað sinn leik verður brunað með bikarinn í Landeyjarhöfn. 

Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leikjum.

Áfram ÍBV!