Tvær frá ÍBV í U-19 hjá HSÍ

16.jún.2017  07:52

Kári Garðarsson landsliðsþjálfari Íslands U-19 ára hefur valið tvo leikmenn ÍBV í lokahóp sem tekur þátt í Scandinavian open championship sem fram fer í Helsingborg í Svíþjóð.
Það leikur liðið þrjá leiki gegn Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Kári valdi þær Þóru Guðnýju Arnardóttur og Söndru Erlingsdóttur frá ÍBV en báðar hafa átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands til þessa.

ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur