Fjóri leikmenn frá ÍBV valdir í hæfileikamótun KSÍ og N-1

15.sep.2016  11:34


Hæfileikamót KSÍ og N1 drengja fer fram í Kórnum í Kópavogi dagana 23. – 25. september.
Mótið fer fram undir stjórn Halldórs Björnssonar.
Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta
mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa
þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Frá ÍBV valdi Halldór fjóra leikmenn sem eru þeir Eyþór Orri Ómarsson, Kristófer Heimisson, Arnar Breki Gunnarsson og Tómas Bent.
Hópnum er skipt niður í sex lið sem leika í tveimur riðlum.                                                                                                                                              
Aðstandendur leikmanna, þjálfarar og aðrir eru velkomnir að koma og fylgjast með leikjunum úr
stúkunni í Kórnum.
Dagskrá:
Föstudagur 23. sept. Fundur/Fyrirlestur KSÍ Laugardal 18:00 til 20:00
Laugardagur 24. sept. Hæfileikamót Kórinn 16:00 til 22:00
Sunnudagur 25. sept. Hæfileikamót Kórinn 13:30 til 17:00

ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur