Fjórir frá ÍBV í U-18 hjá HSÍ

14.jún.2016  07:50

Einar Guðmundsson og Kristján Arason þjálfarar u-18 ára landsliðs karla hafa valið 16 manna hóp sem tekur þátt í æfingarmóti í Lubeck í Þýskalandi dagana 30. júní til 3. júlí og fara á lokamót EM sem fram fer í Króatíu 10. til 22. ágúst.     Ísland er þar í riðli með Króatíu, Svíþjóð og Tékklandi.

Einar og Kristján völdu fjóra leikmenn ÍBV í þennan hóp en það eru þeir, Andri Ísak Sigfússon, Elliði Snær Viðarsson, Friðrik Hólm og Ágúst Emil Grétarsson.                                                                                                                                                                          Það er einstakt afrek fyrir ÍBV að eiga svona marga fulltrúa í hópnum en þessir drengir eru Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki og eiga þetta fyllilega skilið.

Hópurinn kemur saman til æfinga föstudaginn 24. júní.

ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur