ÍBV skrifaði undir 2 ára samning við Dominic Adams í dag.  Dominic er 25 ára gamall kantmaður og er frá Trinidad & Tobago.
Fréttir

09. febrúar 2014

Nýr leikmaður til ÍBV

 ÍBV skrifaði undir 2 ára samning við Dominic Adams í dag.  Dominic er 25 ára gamall kantmaður og er frá Trinidad & Tobago.

Dominic lék fyrstu árin sín í Trinidad &Tobago með góðum árangri og var þar m.a. í leikmannahópi U-17 ára landsliðsins. Hann lék svo í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og æfði sem ungur leikmaður með nokkrum félögum svo sem Wolverhampton Wanderers, Birmingham City og Watford.  Í Bandaríkjunum hefur hann spilað í PDL deildinni m.a. með Vermont Voltage.  
 
Dominic kemur til ÍBV eftir að hafa verið til reynslu hjá félaginu fyrir stuttu þar sem hann lék vel m.a. gegn Haukum í Fótbolti.net mótinu og í vináttuleik gegn Val. Dominic er hraður og duglegur kantmaður með góða boltameðferð sem líður jafnvel hvort sem er á hægri eða vinstri kanti.
 
ÍBV væntir mikils af Dominic og býður hann velkominn til félagsins. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍBV frá í fyrra og það er ætlun og metnaður félagsins að styrkja leikmannahópinn enn frekar á næstunni.
Til baka