Fréttir

24. október 2014

Jón Ingason framlengir við ÍBV

Nú síðdegis skrifaði eyjamaðurinn Jón Ingason undir framlengingu á samningi sínum við ÍBV og gildir samningurinn til loka árs 2017.
Meira >

20. október 2014

Jóhannes Þór Harðarson ráðinn þjálfari ÍBV

Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá ráðningu Jóhannesar Þórs Harðarsonar sem þjálfara mfl. karla ÍBV í knattspyrnu.  Samningur aðila er til þriggja ára og mun Jóhannes flytja til Eyja og hafa fasta búsetu í Vestmannaeyjum.  Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

06. október 2014

Glæsilegt lokahóf ÍBV-íþróttafélags.

Á laugardagskvöld var glæsilegt lokahóf ÍBV-íþróttafélags haldið í Höllinni.  Hófið byrjaði með glæsilegu hlaðborði Einsa kalda og endaði með viðurkenningum til þeirra er þóttu skara fram úr á árinu.
Páll Magnússon var veislustjóri og sá Sighvatur Jónsson um tæknimálin.  Fórst drengjunum þetta vel úr hendi enda ekki við öðru að búast með slíka fagmenn.
Gísli Valtýsson veitti Fréttabikara sem eru veittir þeim leikmönnum er þykja efnilegustu leikmenn ÍBV.
Að lokahófinu loknu var haldið á Háaloftið þar sem ÍBV-arar skemmtu sér fram eftir nóttu.
Hér má sjá lista yfir þá er fengu viðurkenningu á lokahófinu.

 

 

 

 

IBV óskar þessum miklu íþróttamönnum innilega til hamingju með þessar viðurkenningar.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir