Fréttir

28. ágúst 2014

Íslandsmeistarar 6. flokkur kvenna tryggði sér Íslandsmeistaratitil í fótbolta í dag

6. flokkur kvenna tryggði sér í dag 28. ágúst 2014 Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu. Stelpurnar gerðu þetta með glæsibrag, sigruðu fyrr í sumar sinn riðil með fullu húsi stiga og úrslitariðilinn sigruðu þær einnig með fullu húsi, höfðu svo mikla yfirburði að þær voru eina liðið sem kom út með plúsmarkatölu. Árangurinn í úrslitakeppninni má sjá hér á síðu KSÍ http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=33123 ÍBV íþróttafélag er stolt af stelpunum og þjálfurum og óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn glæsta.
Meira >

28. ágúst 2014

Þjóðhátíðarhapadrætti 2014 Búið að draga í Þjóðhátíðarhappadrætti knattspyrnu kvenna.

Hér má sjá vinningaskrá í Þjóðhátíðarhappadrætti 2014 hjá knattspyrnu kvenna. Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

27. ágúst 2014

Fréttir af landsliðsfólki.

Sabrína Lind Adolfsdóttir æfði á dögunum með landsliði Íslands U-19 ára í knattspyrnu en æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópukeppnina í haust.  Riðill Íslands verður leikin í Litháen í september þar sem Ísland leikur gegn heimastúlkum, Spánverjum og Króötum.
Þá var Brynjar Gauti Guðjónsson valin í U-21 árs landsliðið en það undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn Armennum sem fram fer á Fylkisvelli þann 3.september og leikinn ytra gegn Frökkum þann 8.september.
ÍBV óskar þeim Brynjari Gauta og Sabrínu Lind innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir