Fréttir

30. mars 2015

Ungar stúlkur gera samning við ÍBV knattspyrnu kvenna.

Í gær skrifuðu 9 ungar stúlkur undir leikmannasamning við ÍBV.  Þetta eru stúlkur úr árgöngum 1996-1999.  Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið sem er nú á leið í æfinga og keppnisferð til Spánar.  Í ferðina fara 28 leikmenn ásamt 5 manna þjálfara og fararstjórn.  Í ferðinni leikur meistaraflokkur einn æfingaleik ásamt því að æfa stíft undir stjórn Ian Jeffs en 2.flokkur mun bæði æfa og taka þátt í Costa Blanca Cup sem er árlegt mót sem haldið er á Costa Blanca svæðinu.
Stúlkurnar sem skrifuðu undir samning í gær eru þær Ásta María Harðardóttir, María Björk Bjarnadóttir, Sigríður Sæland, Díana Helga Guðjónsdóttir, Margrét Íris Einarsdóttir, Inga Hanna Bergsdóttir, Bríet Stefánsdóttir, Sóldís Gylfadóttir og Unnur Ástrós Magnúsdóttir.  Í æfinaferðinni munu fleiri leikmenn skrifa undir leikmannasamninga við ÍBV.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með nýja samninga og óskar þeim velfarnaðar á komandi leiktímabili.
ÁFRAM ÍBV.
Meira >

28. mars 2015

Fermingaskeyti

Móttaka fermingaskeyta er í Týsheimilinu virka daga frá 9:00 til 16:00 og á fermingardögum frá kl. 10:00 til 15:00. Þeir sem ekki fengu nafnalistann inn um lúguna hjá sér geta nálgast hann hér. Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

26. mars 2015

Gunnar í byrjunarliði

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rúmenum í vináttulandsleik sem leikinn verður ytra.  Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með helstu atriðum leiksins á Facebook síðu KSÍ.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson

Vinstri bakvörður: Daníel Leó Grétarsson

Miðverðir: Orri Sigurður Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson

Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson og Gunnar Þorsteinsson

Hægri kantur: Elías Már Ómarsson

Vinstri kantur: Aron Elís Þrándarson

Framherjar: Kristján Flóki Finnbogason og Árni Vilhjálmsson

Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir