Fréttir

19. desember 2014

Fimm frá ÍBV í U-17 hjá HSÍ.

Í dag völdu þeir Kristján Arason og Konráð Olavson þjálfarar U-17 ára landsliðs Íslands í handbolta æfingahóp sem æfir saman milli jóla og Nýárs.  Þeir félagar völdu hvorki fleirri né færri en 5 leikmenn frá ÍBV en þeir drengir sem urðu fyrir valinu eru, Elliði Snær Viðarsson, Darri Gylfason, Andri Ísak Sigfússon, Logi Snædal og Friðrik Hólm.  Þessir drengir eru vel að þessu vali komnir enda bikarmeistarar í sínum aldursflokki.
Æfingarnar fara fram í Mosfellsbæ.
ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >

18. desember 2014

Foreldrafótbolti hjá 6. flokki

Í dag var síðasta æfing hjá 6. flokki karla í fótbolta og skoruðu peyjarnir á foreldra sína í fótbolta af því tilefni. Strákarnir rúlluðu yfir foreldrana 0-0 en þess má geta að 34 voru í hvoru liði. Þennan föngulega hóp má sjá á meðfylgjandi mynd. Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

17. desember 2014

Þrjár frá ÍBV í U-17 hjá HSÍ.

Þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggóson (Gulli okkar) völdu í dag æfingahóp hjá  U-17 ára landsliði Íslands í handbolta.  Þeir félagar völdu þrjá leikmenn frá ÍBV þær Ástu Björt Júlíusdóttur, Þóru Guðnýju Arnarsdóttur og Sirrý RúnarsdótturHópurinn æfir saman milli jóla og nýjárs í Reykjavík.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir