Fréttir

18. desember 2014

Foreldrafótbolti hjá 6. flokki

Í dag var síðasta æfing hjá 6. flokki karla í fótbolta og skoruðu peyjarnir á foreldra sína í fótbolta af því tilefni. Strákarnir rúlluðu yfir foreldrana 0-0 en þess má geta að 34 voru í hvoru liði. Þennan föngulega hóp má sjá á meðfylgjandi mynd.
Meira >

17. desember 2014

Þrjár frá ÍBV í U-17 hjá HSÍ.

Þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggóson (Gulli okkar) völdu í dag æfingahóp hjá  U-17 ára landsliði Íslands í handbolta.  Þeir félagar völdu þrjá leikmenn frá ÍBV þær Ástu Björt Júlíusdóttur, Þóru Guðnýju Arnarsdóttur og Sirrý Rúnarsdóttur.  Hópurinn æfir saman milli jóla og nýjárs í Reykjavík.ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

15. desember 2014

Fjórar frá ÍBV í U-19 hjá HSÍ.

Í dag valdi Hilmar Guðlaugsson þjálfari U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta þær Örnu Þyrí Ólafsdóttur, Díönu Dögg Magnúsdóttur, Söndru Dís Sigurðardóttur og Erlu Rós Sigmarsdóttur í æfingahóp sem æfir saman milli jóla og nýárs.  Æfingarnar fara fram í Reykjavík.
ÍBV óskar þessum efnilegu stúlkum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir