Fréttir

26. janúar 2015

Þrír frá ÍBV á æfingar hjá KSÍ.

Þeir Gunnar Þorsteinsson, Jón Ingason og Aron Bjarnason voru í dag allir valdir til æfinga með úrtakshóp U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu.  Þjálfarar liðsins eru þeir Eyjólfur Sverrisson og eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson.  Æfingarnar fara fram um næstu helgi bæði á Akranesi og í Reykjavík.
ÍBV óskar þessum efnilegu peyjum innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >

26. janúar 2015

Devon í U-19 hjá KSÍ.

Í dag valdi Þorvaldur Örlygsson landsliðsþjálfari U-19 ára í knattspyrnu Devon Má Griffin í æfingahóp sem æfir saman um næstu helgi bæði á Akranesi og í Reykjavík.Devon hefur verið fastamaður í þessum hóp og staðið sig mjög vel.ÍBV óskar Devoni Má innilega til hamingju með þennan árangur. Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

25. janúar 2015

Einstök þjónusta, einstakt fólk.

Á laugardagskvöld þegar 83 iðkendur frá ÍBV-íþróttafélagi voru á leið heim úr keppnisferðum sínum lokaðist Hellisheiði og Þrengsli.  Einnig var ráðlagt að fara ekki á rútum Suðurstrandarveginn.  Hópunum var því snúið aftur til Reykjavíkur í gistingu.  Eins og flestir vita er afar erfitt að fá gistingu í Reykjavík á laugardagskvöldi nema búið sé að panta í tíma.  Við hjá ÍBV skiptum ávallt við hótel Cabin en þar var einungis pláss fyrir 20 manns.  Einstök liðlegheit starfsfólksins varð til þess að hægt var að koma 40 manns að meðan aðrir útveguðu sér heimagistingu.
ÍBV vill koma innilegu þakklæti til starfsfólks Cabins fyrir hlýhug í garð iðkenda ÍBV.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir