Fréttir

18. nóvember 2014

Díana Dögg Magnúsdóttir í A-landsliðið í handbolta

Hin unga og efnilega Díana Dögg Magnúsdóttir var valin í A-landsliðshóp fyrir leiki í forkeppni HM 2015 við Ítalíu og Makedóníu. Þjálfari liðsins Ágúst Þór Jóhannsson hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina.
Liðið heldur af stað mánudaginn 24. nóvember og mun mæta Ítölum í Chieti fimmtudaginn 27. nóvember kl 17.00. Sunnudaginn 30. nóvember kl 16.00 mæta svo Ítalir í Laugardalshöllina í síðari leik liðanna. Ísland mætir svo Makedóníu miðvikudaginn 3. desember kl 19.30 í Laugardalshöll. Daginn eftir heldur svo íslenska liðið af stað til Makedóníu þar sem síðari leikur liðanna fer fram í Skopje laugardaginn 6. desember kl 16.45.
 
ÍBV óskar Díönu Dögg til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Meira >

17. nóvember 2014

Tveir frá ÍBV á æfingar hjá KSÍ.

Í dag voru þeir Devon Már Griffin og Felix Örn Friðriksson valdir til æfinga hjá KSÍ um næstu helgi.Þorlákur Árnason valdi Felix til æfinga með U-16 ára landsliðinu og Kristinn R.Jónsson valdi Devon til æfinga með U-19 ára landsliðinu.ÍBV óskar þessum efnilegu drengjum innilega til hamingju með þennan árangur. Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

14. nóvember 2014

Kvennadeildiin kom færandi hendi

Kvennadeild ÍBV íþróttafélags kom færandi hendi í síðustu viku og gáfu meistaraflokkum félagsins peninga til tækjakaupa í þreksali félagsins. Einnig fékk akademía ÍBV að njóta gjafmildi þeirra því þær færðu henni einnig peninga til kaupa á aðföngum.
Augljóst er að sjálfboðaliðar félagsins eru mjög mikilvægir því þær hafa safnað ellefu hundruð þúsundum með vinnu sinni á fótboltamótum félagsins.
Aðalstjórn ÍBV þakkar þeim stöllum fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið og mikinn drifkraft í að fá aðra með sér í vinnu.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir