Fréttir

23. júlí 2014

6.flokkur kvenna stóð sig vel á Íslandsmótinu.

6.fl kvk IBV spilaði í Hnátumóti KSÍ á Akranesi.  IBV sendi 4 lið í keppnina þar sem spilað var í A,B,C og D liðum.

A og B liðið okkar vanna alla sína leiki og spila því í úrslitakeppninni sem er í endaðan ágúst á vegum KSÍ.

C liðið vann 2 leiki og gætu komist í úrsltin sem sterkasta liðið úr 2.sætinu.

D liðið Vann 1 leik og spilaði mjög vel með ungum efnilegum stelpum úr 7.flokk sem eru reynslunni ríkari eftir svona ferðalag.

 

IBV sendi flottan hóp af ungum fótboltastelpum og skemmtilegum foreldrum á Akranes og verður gaman að sjá hvernig þær standa sig í úrslitakeppninni í ágúst.

Þjálfarar flokksins eru Ian Jeffs og Ólafur Örn Oddsson.

Áfram IBV

Meira >

20. júlí 2014

Stórleikur á morgunn.

Á morgunn kl. 18.00 mætast lið ÍBV og Selfoss á Hásteinsvelli.  Liðin mættust í fyrsta leik mótsins sem fram fór á Selfossi þar sem ÍBV sigraði glæsilega 2-1.  Liðin mættust svo aftur í bikarkeppninni þar sem Selfoss sigraði í vítaspyrnukeppni eftiir að staðan hafði verið 1-1.Nú er um að gera mæta á Hásteinsvöll á Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

12. júlí 2014

Nýtt Þjóðhátíðarmerki afhjúpað í dag Gunnar Júlíusson á merkið í ár

Í dag var opnuð sögusýning um Þjóðhátíðarmerkin frá 1970 til dagsins í dag. Gunnar Júlíusson var með framsögu á Einarsstofu en  hefur hann lagt mikla vinnu í að finna út hverjir hafa gert merkin í gegnum tíðina og einnig endurteiknaði hann mörg þeirra sem voru aðeins til á litlum myndu. Sýningin verður opin til 10. ágúst og hvetjum við áhugasama til að skoða sýninguna.

Í ár var samkeppni um merki Þjóðhátíðar 2014 en hátíðin á 140 ára afmæli. Gunnar Júlíusson bar sigur úr býtum en alls bárust merki frá 5 aðilum í keppnina.  Myndir frá opnun sýningarinnar má sjá með því að smella á meira.

Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir