Fréttir

06. mars 2015

Felix á æfingar hjá KSÍ

Felix Örn Friðriksson hefur verið valin til æfinga með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu.  19 drengir eru valdir og er Felix einn af þeim enda verið fastamaður í þessum hóp undanfarið.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og i Egilshöll um næstu helgi.
ÍBV óskar Felix Erni innilega til hamingju með þennan árangur.
Meira >

04. mars 2015

ÍBV semur við Norðmann

Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við norska leikmanninn Tom Even Skogsrud. Hann er 21 árs og á leiki með yngri landsliðum Noregs. Hann kom til reynslu hjá ÍBV í lok janúar og lék þá tvo leiki með liðinu. Félagið og leikmaðurinn voru bæði ánægð með það sem aðilar höfðu fram að Meira >

Nú árið er liðið... Annáll ársins hjá ÍBV-íþróttafélagi

Yngri flokkastarf ÍBV í handbolta Árni Stefánsson skrifar

Ársskýrsla ÍBV-Íþróttafélags Sem Jóhann Pétursson formaður flutti á aðalfundi félagsins

04. mars 2015

Yngri flokkar félagsins

Unglingaráð er búið að vera í mikilli vinnu undanfarið við að fara yfir fjáraflanir félagsins og er nú búið að setja upp hvað hver árgangur á/má selja og hvaða skyldur árgangar hafa gagnvart félaginu. Sú nýbreytni er nú að báðar íþróttir eru saman með fjáraflanirnar en þeir sem eru aðeins í öðru sportinu vinna aðeins að fjáröflunum sem í gangi eru meðan á leiktímabili stendur. Einnig er búið að setja þak á fjáraflanirnar m.v. ákveðna árganga. Endilega skoðið skjölin siðir og ábendingar fyrir foreldra en þar er allt um fjáraflanirnar og margt annað fróðlegt um yngri flokka starfið okkar.
Meira >
Eldri fréttirÝmis skjöl
Eldri fr�ttir